Vellir

Ræktun og berjatínsla

Á Völlum kennir ýmissa grasa. Við erum meðal annars með sjö gróðurhús sem fyllast af góðgæti á hverju vori og eru mörg hver í blóma langt inn í haustið. Bróður partur húsana eru nýttir til ræktunar á jarðarberjum en í hinum leyfum við hugmyndafluginu að ráða ferðinni og það er aldrei að vita hverju okkur dettur í hug að sá, allt frá sterkum eldpiprum til safaríkra agúrkna.

Stærsti sólberjaakur Íslands er einnig staðsettur á jörðinni. Honum var komið á laggirnar vorið 2006 og hefur vaxið og dafnað vel síðan þá. Þegar berin eru fullþroska gefst gestum kostur á að tína sólber gegn vægu gjaldi. Einnig nýtum mikið af berjum akursins sjálf en hann er einfaldlega svo stór að það er nóg til fyrir alla.

Íslendingar eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga eitt besta vilta ræktarland í heimi. Bláber, aðalbláber og krækiber má einnig finna  á Völlum hvort sem þau séu fersk, sultuð eða í saftar formi.

Ásamt því að selja grænmeti og ber framleiðum við allskyns vörur fyrir sælkerann. Það sem við ræktum á Völlum reynum við að nýta sem best í allar þær vörur sem við framleiðum og fær því hugmyndarflugið að ráða þegar kemur að því að framleiða nýjar vörur.